Um Míu & Mjálmar

Reykjavík — borg óttans, þar sem ógurlegir skúrkar leika lausum hala. Við búum hvorki í öruggum né eðlilegum heimi. Fjendur og furðufuglar ógna öryggi okkar en það er tvíeyki eitt sem aldrei lætur undan. Mía og Mjálmar beita ýmsum brögðum gegn ógnvænlegum ófreskjum og koma klækjóttum illmennum fyrir kattarnef. Þess á milli njóta þau lífsins í miðborginni, valhoppa um strætin með bros á vör, baka smákökur og sötra kakómalt.

Mía & Mjálmar er vefmyndasaga eftir Sirrý & Smára. Nýtt efni lítur dagsins ljós af og til en fylgjast má með fréttum af Míu & Mjálmari eða öðrum þrælskemmtilegum verkefnum Sirrý & Smára á facebook: http://www.facebook.com/sirryandsmari

eða kíkið á vefsíðuna:
http://sirryandsmari.com

til baka
Allt efni © Sirrý & Smári — sirryandsmari.com